Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. september 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Iniesta ekki með Spánverjum vegna meiðsla
Andres Iniesta er áttundi leikjahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi.
Andres Iniesta er áttundi leikjahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi.
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta, 30 ára miðjumaður Barcelona, verður ekki með spænska landsliðinu gegn því franska og makedóníska.

Spánn mætir Frakklandi í vináttulandsleik á fimmtudaginn og Makedóníu í undankeppni fyrir EM 2016 á mánudaginn.

Iniesta var ekki með í sigri Barcelona á Villarreal síðasta sunnudag og ljóst er að hann verður frá í meira en viku eftir að hann var ekki valinn í landsliðshópinn vegna meiðsla.

Ekki er vitað hversu lengi Iniesta verður frá en hann hefur leikið 100 landsleiki fyrir Spán og er talinn einn besti leikmaður heims.
Athugasemdir
banner
banner