Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. október 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Ferdinand segist ekkert hafa á móti David Moyes
Rio Ferdinand og David Moyes.
Rio Ferdinand og David Moyes.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að hafa gagnrýnt þjálfunaraðferðir David Moyes í ævisögu sinni segir Rio Ferdinand að hann vilji setjast niður með sínum gamla stjóra hjá Manchester United og hreinsa loftið.

Rio fór hörðum orðum um aðferðir Moyes í nýútkominni ævisögu sinni, en honum fannst aðferðirnar vandræðalegar og að þær ættu ekki upp á pallborðið hjá jafn stóru félagi og Manchester United.

Tvímenningarnir hafa ekki rætt saman síðan Moyes fékk sparkið á Old Trafford undir lok síðustu leiktíðar, en Ferdinand segir Skotann vera frábæran mann.

,,Já - ég hef ekkert á móti honum sem persónu. Ég tel hann vera alvöru herramann, frábæran mann," sagði Ferdinand, aðspurður að því hvort hann vildi setjast niður með Moyes og ræða málin.

Hann bætti því við að Moyes hafi ekki fengið í leikmannahóp í hendurnar sem væri á niðurleið.

,,Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt það. Það voru frábærir leikmenn í hópnum og þeir unnu deildina með 11 stiga mun. Það þarf frábært lið til að gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner