Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 03. maí 2013 17:19
Magnús Már Einarsson
James Hurst í Val (Staðfest)
Hurst í leik með ÍBV árið 2011.
Hurst í leik með ÍBV árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur fengið bakvörðinn James Hurst til liðs við sig frá West Bromwich Albion.

Hurst sló í gegn þegar hann lék með liði ÍBV í Pepsi-deildinni sumarið 2011. Þá var hann í láni hjá ÍBV frá Portsmouth en í ágúst 2011 fékk WBA hann í sínar raðir.

Í janúar 2012 var Hurst síaðn í byrjunarliði WBA í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Hurst hefur einnig leikið með Birmingham, Blackpool, Shrewsbury og Chesterfield á láni í ensku neðri deildunum undanfarin tvö tímabil.

Hurst er kominn með leikheimild með Val og verður með liðinu gegn Fylki í fyrstu umferðinni Pepsi-deildinni á mánudagskvöld. Hann mun berjast við Jónas Þór Næs og Magnús Már Lúðvíksson um hægri bakvarðarstöðuna hjá Val en sá síðarnefndi hefur þó verið að spila í miðverði að undanförnu.

Hinn 21 árs gamli Hurst var ánægður á Íslandi og nú mun hann leika að nýju í Pepsi-deildinni.

,,Dvölin á Íslandi var fullkominn fyrir mig," sagði Hurst meðal annars í viðtali við Fótbolta.net í nóvember síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner