Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. maí 2016 18:59
Óðinn Svan Óðinsson
Mark Schwarzer sá elsti til að vinna deildina
Fyrstur til að vinna deildina tvö ár í röð með mismunandi liðum
Mark Schwarzer er hokinn af reynslu
Mark Schwarzer er hokinn af reynslu
Mynd: Getty Images
Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer er kannski ekki besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar en hann er sá sigursælasti ef litið er á tvö síðustu tímabili deildarinnar.

Mark Schwarzer sem er varamarkvörður fyrir Danann Kasper Schmeichel hjá nýkrýndum meisturum Leicester var á mála hjá Chelsea á síðustu leiktíð og hefur því tilheyrt meistaraliði undanfarin tvö tímabil.

Schwarzer er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalssdeildarinnar til að vinna deildina tvö ár í röð með mismunandi liðum en kappinn er einnig sá elsti til að fagna titilinum eftirsótta en hann er 43 ára gamall.

Þrátt fyrir að vera varamarkvörður liðsins og hafa setið á bekknum allt tímabilið fær Schwarzer ekki verðlaunapening því til þess þarf leikmaður að koma við sögu í fimm leikjum liðsins á tímabilinu.

Ástralinn geðþekki er hvað þekktastur fyrir veru sína hjá Middlesbrough en hann lék yfir 350 leiki fyirir liðið frá árinu 1996 til 2008.
Athugasemdir
banner
banner