Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júlí 2015 10:09
Magnús Már Einarsson
Öðru tilboði í Jón Daða hafnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viking hefur hafnað öðru tilboði frá þýska félaginu Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson en Aftenbladet greinir frá.

Kaiserslautern bauð á bilinu tvær til þrjár milljónir norskar krónur (33-50 milljónir íslenskar) í Jón Daða fyrr í vikunni en því tilboði var hafnað.

Í gær kom Kaiserslautern með hærra tilboð en því var einnig hafnað.

Jón Daði verður samningslaus um áramót og því verður Viking að selja hann núna til að eiga ekki á hættu á að missa hann frítt.

Kaiserslautern endaði í fjórða sæti í þýsku B-deildinni á síðasta tímabili en hinn 23 ára gamli Jón Daði vill sjálfur ganga til liðs við félagið.

„Það yrði frábært skref fyrir mig að fara til Þýskalands. Ég hef alltaf verið hrifinn af þýska boltanum. Kaiserslautern er stórt félag og þýska B-deildin er mjög sterk deild og þeir hafa alltaf sett stefnuna að komast aftur í Bundesliguna. Það er einn af mínum draumum að spila í Þýskalandi," sagði Jón Daði við Fótbolta.net fyrr í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner