Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2015 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Eibar lagði Las Palmas - Lítið gengur hjá Lærisveinum Moyes
Mynd: Getty Images
Moyes er undir pressu á Spáni
Moyes er undir pressu á Spáni
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins var að ljúka í La Liga.

Eibar gerði góða ferð til Las Palmas og vann þar góðan, 2-0 sigur á heimamönnum.

Saul kom Eibar yfir snemma leiks og Borja Gonzalez bætti við marki um miðbik seinni hálfleiks og þar við sat og 2-0 sigur Eibar staðreynd.

Eibar fór með sigrinum í 12 stig og er liðið áfram í sjöunda sæti, en Las Palmas er með fimm stig í 17 sæti.

Þá vann Malaga góðan 3-1 sigur á lærisveinum David Moyes í Real Sociedad.

Charles skoraði tvö mörk fyrir Malaga með stuttu millibili snemma leiks, en Imanol Agirretxe náði minnka muninn stuttu síðar og staðan 2-1 í hálfleik.

Charles fullkomnaði svo þrennuna þegar lítið var eftir og 3-1 sigur Malaga staðreynd, en Malaga fór með sigrinum upp í 16 sætið með sex stig. Real Sociedad er hins vegar í 15 sæti með sex stig.

Las Palmas 0 - 2 Eibar
0-1 Saul ('7 )
0-2 Borja Gonzalez ('62 )

Malaga 3 - 1 Real Sociedad
1-0 Charles ('4 )
2-0 Charles ('7 )
2-1 Imanol Agirretxe ('14 )
3-1 Charles ('89 )
Athugasemdir
banner
banner