Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Özil ástæðan fyrir verri spilamennsku Alexis Sanchez?
Tölfræði Sanchez hefur hrapað eftir endurkomu Özil.
Tölfræði Sanchez hefur hrapað eftir endurkomu Özil.
Mynd: Sky Sports
Alexis Sanchez var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrri hluta tímabilsins en hefur verið langt frá sínu besta síðustu sjö leiki.

Margir stuðningsmenn Arsenal fengu vatn í munninn fyrir nokkrum vikum þegar þeir hugsuðu út í hugsanlega samvinnu Sanchez og Mesut Özil.

Hinsvegar hefur slökknað á Sanchez síðan Özil kom aftur eftir meiðsli eins og sjá má á meðfylgjandi tölfræðiskilti frá Sky Sports.

Einhverjir halda því fram að álagið og umhverfi enska boltans hafi frekar áhrif á að Sanchez hefur dalað en að ástandið sé að hann deili sviðsljósinu.
Athugasemdir
banner
banner