Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2015 15:27
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaraskipti hjá Atalanta
Mynd: Getty Images
Atalanta hefur rekið þjálfarann Stefano Colantuono og ráðið í hans stað Edy Reja, fyrrum þjálfara Napoli og Lazio.

Atalanta er sem stendur í 17. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Í yfirlýsingu frá félaginu er Colantuono þakkað fyrir hans störf en hann hefur verið þjálfari síðustu fimm ár. Það þykir langur tími við stjórnvölinn á Ítalíu.

Edy Reja er 69 ára og hefur verið í þjálfarabransanum síðan 1979. Þar áður var hann leikmaður Palermo og lék vel yfir 100 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner