Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. maí 2015 16:35
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Þórður dularfullur í svörum: Spilum á Leiknisvelli
Þórður Einarsson framkvæmdastjóri Leiknis.
Þórður Einarsson framkvæmdastjóri Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hér á að vera aðstaða fyrir fjölmiðlamenn. Mitt á milli varamannabekkjanna.
Hér á að vera aðstaða fyrir fjölmiðlamenn. Mitt á milli varamannabekkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Svona lítur grasið út á Leiknisvelli í dag.
Svona lítur grasið út á Leiknisvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Leiknismenn eru að stækka stúkuna sína. Svona er staðan viku fyrir leik.
Leiknismenn eru að stækka stúkuna sína. Svona er staðan viku fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Leiknismenn fagna sigri á Val í gær.
Leiknismenn fagna sigri á Val í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óljóst er hvar fyrsti heimaleikur Leiknis í efstu deild fer fram. Þórður Einarsson framkvæmdastjóri félagsins var dularfullur í svörum þegar Fótbolti.net hafði samband við hann í dag og reyndi að fá svör við því hvar leikurinn færi fram.

Eins og sést á myndunum hér til hliðar er margt ógert á Leiknisvelli fyrir fyrsta heimaleik félagsins í sögunni í efstu deild. Leiknismenn taka þá á móti ÍA, mánudaginn 11. maí.

Hægt er að sjá símtal blaðamanns og Þórðar hér að neðan:

BM: Ég er að velta því fyrir mér með næsta heimaleik?

Þórður: Já?

BM: Eru þið í viðræðum við ÍA um að skipta á heimaleikjum?

Þórður: Nei.

BM: Ekki?

Þórður: Ekki lengur.

BM: Er búið að staðfesta hvar hann verður?

Þórður: Ja, þetta var bara svona óformleg beiðni. Við vorum bara að skoða hvort þeir væru til í þetta. Þeir voru ekki til í þetta. Við vorum hinsvegar ekkert búnir að ákveða þetta heldur.

BM: Svo það verður ekkert úr því?

Þórður: Það verður klárlega ekkert úr því. Það verður ekki spilað á Skipaskaga. Það er pottþétt.

BM: En verður spilað á Leiknisvelli?

Þórður: Það verður spilað á Leiknisvelli.

BM: Á grasinu?

Þórður: Ég sagði ekkert um það. Ég sagði að það verður spilað á Leiknisvelli.

BM: Já, ég spyr. Á grasinu?

Þórður: Það verður spilað á Leiknisvelli. Ég veit ekki meira.

BM: Er grasið tilbúið?

Þórður: Það hefur ekkert um grasið að segja í sjálfu sér. Grasið er auðvitað enganveginn tilbúið. Við erum ekkert að væla útaf því. Við ætlum að spila á því samt.

BM: Já?

Þórður: Þetta er stúkumál. Það er eitthvað smá vesen með uppsetningu á þessu. Borgin fór seint af stað með fjármagn og þar af leiðandi er allt á hvolfi núna. Við erum bara brattir. Við sjáum að það eru alveg möguleiki að þetta gangi upp. Það verður að koma í ljós samt.

BM: En ég meina, þið megið spila þarna

Þórður: Á gervigrasinu?

BM: Á báðum völlunum.

Þórður: Jájájá, ég þarf samt alltaf að sækja um heimild fyrir því að spila á gervigrasinu. Ég sé ekki afhverju KSÍ ætti að banna það. Við erum með solid stúku fyrir 3000 manns við gervigrasið. Það er til fordæmi fyrir því, t.d. Selfoss spilaði fyrsta heimaleikinn sinn í efstu deild með vörubretti. Við reynum að spila á gervigrasinu.

BM: En ástæðan fyrir því að þið spurðuð ÍA, er það útaf stúkan er ekki tilbúin eða megið þið ekki spila á grasinu?

Þórður: Það er bara stúkan. Það hefur ekki með grasið að gera.

BM: Nei ég skil. En þið eruð með leyfi frá KSÍ til að spila á grasvellinum eins og stúkan er núna?

Þórður: Ég sé ekkert KSÍ stoppa okkur útaf því. Ég hef ekkert sótt um eitthvað sérstakt leyfi fyrir því. Fyrsti leikur Leiknis í efstu deild fer ekki fram á einhverjum velli út í bæ. Fyrir utan það, þá hafa félög út í bæ ekkert gefið okkur leyfi til að fá lánaðan völlinn. Það er ekkert sjálfgefið eins og sumir halda að maður geti labbað inn á Þróttaravöll. Þróttur á þann völl. Við erum ekki að fara spila á vallarstæði einhverja annarra félaga, fyrsta leik Leiknis á heimavelli í efstu deild.

BM: Nei ég skil það. Þannig eins og staðan er núna þá er óljóst hvort leikurinn fari fram á grasi eða gervigrasi?

Þórður: Hann fer fram á Leiknisvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner