Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. febrúar 2016 14:15
Elvar Geir Magnússon
Lazio enn og aftur refsað fyrir rasisma stuðningsmanna
 Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Lazio hefur fengið 50 þúsund evra sekt fyrir kynþóttafordóma stuðningsmanna liðsins í leik gegn Napoli á miðvikudag. Þá þarf félagið að loka þremur hlutum stúkunnar á Ólympíuleikvanginum í næstu tveimur heimaleikjum.

Leikurinn gegn Napoli var stöðvaður í þrjár mínútur í seinni hálfleik eftir að einhverjir stuðningsmenn voru með rasistaköll til varnarmanns Napoli, Kalidou Koulibaly. Eftir leikinn hrósaði Koulibaly dómaranum.

Napoli, sem er á toppi ítölsku A-deildarinnar, vann umræddan leik 2-0.

Í gegnum árin hefur Lazio oft verið refsað þar sem stuðningsmenn liðsins fara yfir strikið.
Athugasemdir
banner
banner