Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 05. október 2015 10:00
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #2
Guðjón Pétur Lýðsson er eftirsóttur.
Guðjón Pétur Lýðsson er eftirsóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim Doumbia er sagður á förum frá FH.
Kassim Doumbia er sagður á förum frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mörg félög í Pepsi-deildinni vilja fá Beiti Ólafsson markmannn HK.
Mörg félög í Pepsi-deildinni vilja fá Beiti Ólafsson markmannn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson kemur talsvert fyrir í pakkanum.
Almarr Ormarsson kemur talsvert fyrir í pakkanum.
Mynd: Fótbolti.net
Kristján Guðmundsson er orðaður við Leikni.
Kristján Guðmundsson er orðaður við Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars tekur við Fram.
Ási Arnars tekur við Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að öðrum slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið en öll spenna er búin í Pepsi-deildinni fyrir lokaumferðina. Í slúðurpakkanum kemur fram helsti orðrómurinn sem gengur í bænum en við ítrekum að þetta er bara orðrómur.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Íslenskur slúðurpakki #1 (28. september)


FH: Heimir Guðjónsson hefur ekki viljað setja (Staðfest) á að hann verði áfram. Árleg kjaftasaga um að Heimir fari heim í KR hefur því skotið upp kollinum en Arnar Þór Viðarsson gæti þá tekið við FH. Varnarmaðurinn Kassim Doumbia er líklega á leið frá FH. Pétur Viðarsson er líka á förum og því vill FH fá nýja miðverði inn. FH ætlar að reyna að fá Indriða Sigurðsson varnarmann Viking og Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, er líka ofarlega á óskalistanum. Hinn þaulreyndi Kristján Finnbogson leggur líklega hanskana á hilluna en Beitir Ólafsson, markvörður HK, gæti fyllt hans skarð. Einhverjar sögur segja að FH sé að fylgjast með gangi mála hjá Gary Martin framherja KR og þá hefur nafn Guðjóns Péturs Lýðssonar líka verið nefnt í Kaplakrika.

Breiðablik: Kristinn Jónsson er á leið út í atvinnumennsku og Blikar vilja fá Hörð Árnason frá Stjörnunni til að fylla skarð hans. Guðjón Pétur Lýðsson er á förum en félög erlendis og á Íslandi hafa áhuga á honum.

KR: Almarr Ormarsson er með uppsagnarákvæði í samningi sínum og hann er að skoða sín mál. Indriði Sigurðsson, miðvörður Viking, og Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, eru áfram orðaðir við KR og Guðjón Pétur Lýðsson einnig. Indriði vill koma heim í Vesturbæinn og ætlar ekki að ræða við önnur íslensk félög.

Stjarnan: Færeyski markvörðurinn Gunnar Nielsen er líklega á förum en hann hefur fengið tilboð erlendis frá. Beitir Ólafsson, markvörður HK, er á óskalistanum til að fylla hans skarð. Atli Jóhannsson og Hörður Árnason eru mögulega einnig á förum. Veigar Páll Gunnarsson tekur eitt tímabil til viðbótar að minnsta kosti. Stjarnan vill fá Ævar Inga Jóhannesson frá KA og Guðjón Pétur Lýðsson frá Blikum.

Valur: Almarr Ormarsson er á óskalista Valsmanna og annar KR-ingur, Stefán Logi Magnússon, hefur einnig verið nefndur til sögunnar á Hlíðarenda. Aron Þórður Albertsson, kantmaður HK, hefur æft með Val undanfarið. Ólíklegt er að skoski miðjumaðurinn Iain Williamson verði áfram hjá Val en samningur hans er að renna út.

Fjölnir: Í Grafarvogi er verið að skoða markmannsmálin en ólíklegt er að Þórður Ingason verði áfram. Áhugi er á að fá Beiti Ólafsson í markið en fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Kile Kennedy, markvörður Fjarðabyggðar, er einnig til skoðunar hjá Fjölni. Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, er einnig á óskalistanum sem og Sindri Snær Magnússon hjá Keflavík.

ÍA: Skagamenn vilja fá Guðmund Böðvar Guðjónsson heim frá Fjölni. Hafa einnig áhuga á Brynjari Hlöðverssyni miðjumanni Leiknis. Enski vinstri bakvörðurinn Darren Lough er í viðræðum um nýjan samning við ÍA.

Fylkir: Árbæingar hafa áhuga á að fá Hilmar Árna Halldórsson og Sindra Björnsson frá Leikni R. Sindri Snær Magnússon og Ingólfur Sigurðsson eru einnig á óskalistanum.

Víkingur R.: Víkingur er eitt af þeim félögum sem vilja fá Hilmar Árna Halldórsson frá Leikni.

ÍBV: Þjálfaramálin eru í óvissu í Eyjum eftir að Jóhannes Harðarson og Ásmundur Arnarsson gáfu afsvar. Kristján Guðmundsson og Freyr Alexandersson hafa verið orðaðir við stöðuna. Ian Jeffs verður mögulega í þjálfarateyminu en hann þjálfaði meistaraflokk kvenna í sumar. Guðjón Orri Sigurjónsson gæti verið á förum en Beitir Ólafsson, markvörður HK, er á óskalistanum þar líkt og víðar. Gunnar Þorsteinsson er að renna út af samningi og fer líklega frá Eyjamönnum.

Leiknir: Kristján Guðmundsson hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í efra Breiðholtinu en hún er laus. Tvennum sögum fer af því hvort Kristján vilji starfið eða ekki. Leiknismenn vilja fá miðjumanninn Sindra Snæ Magnússon frá Keflavík.

Keflavík: Lítið mun skýrast hjá Keflavík fyrr en eftir aukaaðalfund knattspyrnudeildar á fimmtudag. Líklegt formannsefni vill fá Bjarna Jóhannsson til að taka við sem þjálfari.

Víkingur Ó.: Þorsteinn Már Ragnarsson kemur til Ólafsvíkinga frá KR.

Þróttur: Vilja fá framherja og Emil Atlason er þar á lista. Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs, er einnig á óskalista Þróttara en hann er samningslaus. Vinstri bakvörðurinn Hlynur Hauksson gæti farið frá Þrótti en hann er mögulega að flytja til útlanda.

KA: Almarr Ormarsson gæti komið „heim” frá KR. Ingi Freyr Hilmarsson, bakvörður Þórs , er á óskalistanum en hann hefur áður spilað hinumegin vð ána. KA-menn vilja líka fá Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR og Brynjar Ásgeir Guðmundsson úr FH sem og Brynjar Jónasson framherja Fjarðabyggðar.

Þór: Hafa áhuga á að fá hægri bakvörðinn unga Alfons Sampsted aftur en hann var á láni frá Breiðabliki síðari hluta sumars. Vilja líka skoða Sindra Ólafsson varnarmann Dalvíkur/Reynis en hann er líkt og Alfons í U19 ára landsliðinu.

Grindavík: Alex Freyr Hilmarsson er á förum frá Grindavík eftir frábært tímabil. Félög í Pepsi-deildinni og erlendis hafa sýnt honum áhuga. Óvíst er með framtíð erlendu leikmannanna hjá Grindavík.

Fjarðabyggð: Víglundur Páll Eiríksson, þjálfari Einherja, hefur verið orðaður við þjálfarstöðuna sem og Tommy Nielsen, fráfarandi þjálfari Grindvíkinga. Varnarmaðurinn Andri Þór Magnússon er líklega á förum eftir langan feril með Fjarðabyggð. Vinstri bakvörðurinn reyndi Jóhann Benediktsson gæti lagt skóna á hilluna og varnarmaðurinn Emil Stefánsson er líklega á förum. Þá er óvíst með Bjarna Mark Antonsson sem var á láni frá KA í sumar.

HK: Brynjar Þór Gestsson, fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar hefur verið orðaður við þjálfarstöðuna hjá HK sem og Davíð Snorri Jónasson, fráfarandi þjálfari Leiknis.

Fram: Ásmundur Arnarsson tekur við Fram en hann spilaði með liðinu á sínum tíma.

Grótta: Úlfur Blandon, nýráðinn þjálfari Gróttu, þjálfaði 2. flokk Víkings í sumar. Hann gæti fengið Ásgeir Frank Ásgeirsson og Eirík Stefánsson með sér úr Fossvoginum.

Höttur: Gunnlaugur Guðjónsson gæti hætt sem þjálfari Hattar.

Magni Grenivík: Grenvíkingar vilja fá Kristinn Þór Rósbergsson framherja Þórs. Erlendir sóknarmenn eru einnig á óskalistanum.

Tindastóll: Sigurður Halldórsson, Siggi Donna, heldur ekki áfram sem þjálfari Tindastóls.

Víðir Garði: Jóhann Birnir Guðmundsson gæti farið á æskuslóðir og tekið við sem spilandi þjálfari Víðismanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner