Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2016 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane: Af hverju að baula á van Gaal?
Roy Keane styður við bakið á van Gaal
Roy Keane styður við bakið á van Gaal
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, vill að stuðningsmenn félagsins hætti að baula á Louis van Gaal, stjóra liðsins, og standi frekar við bakið á honum.

Van Gaal hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir spilamennsku United á tímabilinu, en Roy Keane vill að stuningsmenn félagsins standi með van Gaal á þessum erfiðu tímum.

"Ég get bara ekki skilið stuðningsmennina. Ég get skilið pirringinn þegar ekki gengur vel, en að baula á stjórann... af hverju?" sagði Roy Keane.

"Ertu aðeins stuðningsmaður þegar liðinu gengur vel? Styddu liðið og stattu með þeim," bætti Keane við.

Keane vill líka að leikmenn liðsins taki ábyrgð á slæmu gengi liðsins og það sé ekki allt undir van Gaal komið.

"Ég veit að þjálfarinn er að fá á sig mikla gagnrýni, en stundum verða leikmennirnir að taka stjórnina."

"Mér finnst alltaf ef þú getur sent boltann hratt fram, þá ættirðu að gera það. Að halda boltanum innan liðsins er allt í lagi, en þetta snýst allt um að koma boltanum í netið."

Athugasemdir
banner
banner
banner