Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. maí 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal horfir til Frakklands
Powerade
Nabil Fekir hefur leikið tvo landsleiki fyrir Frakkland.
Nabil Fekir hefur leikið tvo landsleiki fyrir Frakkland.
Mynd: Getty Images
Mandanda í enska boltann?
Mandanda í enska boltann?
Mynd: Getty
Skrtel hefur ekki skrifað nafn sitt á blað.
Skrtel hefur ekki skrifað nafn sitt á blað.
Mynd: Getty Images
Nú er kominn sá tími dagsins að lesendur hella í sig Powerade og lesa slúður til að vera tilbúnir fyrir átök dagsins.

Ganverjinn Abdul Rahman Baba (20) er eftirsóttur af stórum liðum í Evrópu. Chelsea er sagt tilbúið að opna veskið fyrir þennan vinstri bakvörð sem einnig hefur verið orðaður við Manchester United. (Bild)

Radamel Falcao gæti tekið eitt tímabil í viðbót hjá Manchester United ef markvörðurinn David de Gea framlengir. Báðir leikmenn hafa sama umboðsmann. (Manchester Evening News)

Arsenal horfir til Frakklands eftir mögulegum liðsstyrk fyrir sumarið. Félagið undirbýr tilboð í miðvörðinn Aymen Abdennour (25) hjá Monaco og framherjann Nabil Fekir (21) hjá Lyon. (Metro)

Umboðsmaður franska miðjumannsins Paul Pogba (22) hjá Juventus sást á liðshóteli Real Madrid fyrir viðureign Juventus og Real í Meistaradeildinni. (AS)

Liverpool er líklegast til að krækja í vængmanninn Memphis Depay (21) frá PSV Eindhoven fyrir 22 milljónir punda. (The Sun)

Manchester United vill fá miðjumanninn Bernard Mensah (20) sem spilar hjá Vitória S.C. í Portúgal. Honum hefur verið líkt við Yaya Toure. (AllSports)

Roy Hodgson vill að Luke Shaw (19) spili með landsliðinu gegn Slóveníu í byrjun júní en Louis van Gaal, stjóri hans hjá Manchester United, vill að hann fái hvíld. (Daily Star)

Steve Mandanda (30) markvörður Marseille er tilbúinn að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni ef tækifærið býðst. Talið er að hann gæti farið í Tottenham ef Hugo Lloris fer. (TalkSport)

Sunderland hefur áhuga á varnarmanninum Micah Richards (26) en samningur hans við Manchester City rennur út í sumar. (Sunderland Echo)

Nathaniel Clyne (24) segist ánægður hjá Southampton en þessi hægri bakvörður hefur verið orðaður við Manchester United. (Times)

Tottenham vill fá 9 milljónir punda frá Everton fyrir Aaron Lennon en Everton ku ekki tilbúið að borga svo mikið fyrir þennan 28 ára vængmann sem er hjá þeim núna á lánssamningi. (Guardian)

Bournemouth sem er komið upp í ensku úrvalsdeildina hefur gert stærsta tilboð í sögu félagsins, 5 milljónir í sóknarmanninn Eder (27) hjá Sporting Braga. (Telegraph)

Varnarmaðurinn Martin Skrtel (30) hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Liverpool þrátt fyrir að hafa fengið tilboð um þriggja ára samning. (Daily Mail)

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er ekki á förum í sumar og mun vinna út lokaárs samnings síns. (Marca)

Newcastle og West Ham vilja fá David Moyes í stjórastólinn. (Daily Mirror)

Belgíska félagið Anderlecht hefur neitað þeim fréttum að hafa samþykkt tilboð Newcastle United í serbneska sóknarmanninn Aleksandar Mitrovic (20). (The Chronicle)

Per Mertesacker telur að Arsenal geri alvöru atlögu að enska meistaratitlinum næsta tímabil. (Daily Express)

Tim Sherwodd, stjóri Aston Villa, vill halda Tom Cleverley (25) en miðjumaðurinn er á láni frá Manchester United. (Daily Star)

Framtíð sóknarmannsins Darren Bent (31) hjá Aston Villa er í óvissu. Sherwood ákvað að kalla hann ekki aftur til æfinga eftir að lánsdvöl hans hjá Derby lauk. Bent var sagt að fara í sumarfrí í staðinn. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner