Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. maí 2015 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Berserkir komu til baka í seinni hálfleik
Berserkir eru komnir áfram.
Berserkir eru komnir áfram.
Mynd: Berserkir
Ármann 2 - 4 Berserkir
1-0 Hans Sævarsson ('3)
2-0 Jón Hafsteinn Jóhannsson ('5)
2-1 Marteinn Briem ('47)
2-2 Kári Einarsson ('65)
2-3 Marteinn Briem ('80)
2-4 Einar Guðnason ('84)

Utandeildarliðið Hjörleifur tapaði fyrir Berserkjum í eina leik kvöldsins í Borgunarbikarnum. Hjörleifur notar nafnið Ármann í bikarnum.

Ármann komst tveimur mörkum yfir á fyrstu fimm mínútum leiksins og var með forystu þegar blásið var til leikhlés gegn þriðjudeildarliði Berserkja.

Marteinn Briem minnkaði muninn fyrir Berserki snemma í síðari hálfleik áður en Kári Einarsson jafnaði um miðjan síðari hálfleik.

Marteinn kom Berserkjum yfir þegar tíu mínútur voru eftir og Einar Guðnason innsiglaði sigurinn skömmu síðar.

Berserkir mæta því Vatnaliljum, sem lögðu Mídas af velli, í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner