Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. maí 2016 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Grindavík byrjar á sigri - Jafnt í Kópavogi
HK gerði jafntefli við Keflavík í Kórnum.
HK gerði jafntefli við Keflavík í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikjum tímabilsins í Inkasso-deildinni var að ljúka þar sem Grindavík hafði betur gegn Haukum og HK gerði jafntefli við Keflavík.

Aron Jóhannsson kom Haukum yfir í Grindavík og jafnaði Alexander Veigar Þórarinsson fyrir leikhlé. Staðan var því jöfn eftir bragðdaufan fyrri hálfleik, en sá síðari fór afar vel af stað fyrir heimamenn.

Hákon Ívar Ólafsson og Gunnar Þorsteinsson gerðu tvö mörk fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik. Þórður Jón Jóhannesson minnkaði muninn fyrir Hauka undir lok leiks en það dugði ekki til.

Leikurinn í Kópavogi var bragðdaufur og einkenndist af mikilli baráttu en það voru heimamenn í HK sem komust yfir með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Keflvíkingar fengu gott færi til að jafna sem fór forgörðum en skömmu síðar jafnaði Sigurbergur Elísson og fengu bæði liðin stig að launum.

Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður Keflvíkinga, fékk svo rautt spjald á lokamínútum leiksins.

Grindavík 3 - 2 Haukar
0-1 Aron Jóhannsson ('13)
1-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('34)
2-1 Hákon Ívar Ólafsson ('52)
3-1 Gunnar Þorsteinsson ('57)
3-2 Þórður Jón Jóhannesson ('84)
Nánar um leikinn

HK 1 - 1 Keflavík
1-0 Ragnar Leósson ('63, víti)
1-1 Sigurbergur Elísson ('80)
Rautt spjald: Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík ('90)
Nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner