Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. júlí 2015 14:28
Elvar Geir Magnússon
Pirlo til New York City (Staðfest)
Pirlo í leik með ítalska landsliðinu.
Pirlo í leik með ítalska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, hinn afar vinsæli miðjumaður Juventus, er á leið til New York City í Bandaríkjunum en þetta hefur verið staðfest.

Á heimasíðu Juventus er Pirlo þakkað fyrir fjögur frábær ár hjá félaginu en með hann innanborðs hefur Juve haft yfirburði í ítalska boltanum.

Fáir leikmenn á síðustu árum hafa sýnt álíka leikskilning og spyrnutækni eins og Pirlo.

Lið New York er heldur betur stjörnum prýtt en Frank Lampard og David Villa eru einnig í leikmannahópi félagsins sem er það nýjasta í MLS-deildinni.

Pirlo er 36 ára og lék við góðan orðstír með AC Milan á sínum tíma en 2006 varð hann heimsmeistari með ítalska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner