Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Tvö ítölsk lið í undanúrslitum
Fiorentina er búið að fara í gegnum Roma,Tottenham og Dynamo Kiev í útsláttarkeppninni.
Fiorentina er búið að fara í gegnum Roma,Tottenham og Dynamo Kiev í útsláttarkeppninni.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld þar sem tvö ítölsk félög koma við sögu auk ríkjandi meistara Sevilla og Dnipro frá Úkraínu.

Napoli tekur á móti Dnipro á Ítalíu og er leikurinn sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3.

Sevilla tekur þá á móti Fiorentina á Spáni og er sú viðureign sýnd á Stöð 2 Sport.

Napoli er búið að slá Wolfsburg, Dynamo Moskvu og Trabzonspor úr keppni á meðan Dnipro er búið að sjá við Club Brugge, Ajax Olympiakos.

Sevilla er búið að fara gríðarlega erfiða leið í gegnum útsláttarkeppnina og er búið að slá Villarreal, Borussia Mönchengladbach og Zenit frá Pétursborg úr keppni rétt eins og Fiorentina sem er búið að leggja Tottenham, Roma og Dynamo Kiev af velli.

Leikir kvöldsins:
19:05 Napoli - Dnipro (OPINN Stöð 2 Sport 3)
19:05 Sevilla - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner