Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2016 10:00
Alexander Freyr Tamimi
Blatter og Platini velkomnir á HM 2018 í Rússlandi
Blatter og Platini mega láta sjá sig í Rússlandi á næsta HM.
Blatter og Platini mega láta sjá sig í Rússlandi á næsta HM.
Mynd: Getty Images
Íþróttamálaráðherra Rússlands segir að þeim Sepp Blatter og Michel Platini verði tekið opnum örmum þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram þar í landi árið 2018.

Báðir menn eru bannaðir frá afskiptum af fótbolta næstu átta árin en ráðherrann Vitaly Mutko segir þeim velkomið að koma á mótið sem heiðursgestir. Verður þeim sömuleiðis boðið að mæta á Álfukeppnina í Rússlandi á næsta ári.

„Auðvitað munum við bjóða þeim. Ég sé engin vandamál gagnvart þeim atburðum sem við erum að hýsa," sagði Mutko.

Blatter og Platini voru settir í bann af siðanefnd FIFA vegna 1,2 milljóna punda greiðslu FIFA til Platini árið 2011 án skriflegs samnings. Hafa þeir báðir áfrýjað og sagt greiðsluna hafa verið hluta af munnlegu samkomulagi fyrir ráðgjöf af hálfu Platini.

Áður en þetta mál kom upp voru mennirnir þeir tveir valdamestu í knattspyrnu. Blatter hafði verið forseti FIFA í 17 ár og Platini hafði verið forseti UEFA frá árinu 2007 og var líklegasti arftaki þess fyrrnefnda.
Athugasemdir
banner
banner
banner