Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2016 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Leicester ætlar að kaupa Dembele og Musa
Powerade
Alexis Sanchez er að fá rosalegan samning.
Alexis Sanchez er að fá rosalegan samning.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn í dag ber þess merki að glugginn er nýlega lokaður og fátt um fína drætti að þessu sinni.

Manchester City stefnir á að framlengja samningi Sergio Aguero áður en Pep Guardiola tekur við í sumar. (Sun)

Bandaríska fyrirtækið Fenway Sports Group sem á Liverpool íhugar nú að endurskoða miðaverð hjá félaginu eftir að þúsundir stuðningsmanna gengu út í miðjum síðari hálfleik leiks liðsins gegn Sunderland á laugardaginn til að mótmæla miðaverði. (Daily Express)

Stuðningsmenn Liverpool ætla að mótmæla enn frekar í komandi leikjum gegn Manchester City og Chelsea. (Independent)

Arsenal hefur hafið viðræður við Alexis Sanchez framherja liðsins um nýjan fimm og hálfs árs samning sem er 51,5 milljón punda virði. (Football Insider)

Leicester er að skoða Ousmane Dembele kantmann Rennes en Man Utd, Chelsea, Arsenal og Southampton hafa einnig áhuga á þesum 18 ára gamla kantmanni. (Daily Mail)

Leicester ætlar að kaupa Ahmed Musa, 23 ára framherja CSKA Moskvu og Nígeríu á 23 milljónir punda í sumar. (Daily Mirror)

Steve McClaren stjóri Newcastle vonast til að halda Cheick Tiote sem hefur verið orðaður við lið í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Kína. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner