Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2015 14:04
Magnús Már Einarsson
Jón Daði ekki með á morgun
Icelandair
Jón Daði æfði ekki með hópnum í morgun.  Hér er hann á æfingunni.
Jón Daði æfði ekki með hópnum í morgun. Hér er hann á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Lettum í undankeppni EM á morgun.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli en hann hefur ekki getað æft með landsliðinu í vikunni. Jón Daði hefur æft sjálfur en ekki með hópnum. Nú er ljóst að hann spilar ekki á morgun.

„Hann getur hlaupið án vandamála en hann finnur til þegar hann sparkar í boltann," sagði Lars Lagerback annar af landsliðsþjálfurum Íslands á fréttamannanfundi í dag.

Jón Daði byrjaði tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni en ljóst er að gera þarf að minnsta kosti tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik því fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í leikbanni.

Fótbolti.net spáir því að Eiður Smári Guðjonhsen komi inn í liðið á morgun en Alfreð Finnbogason gæti einnig fengið tækifærið. Þá er líklegt að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna fyrir Aron Einar.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi
Athugasemdir
banner
banner