Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 09. október 2017 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Alltaf búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson á magnaðri mynd. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson trúa varla sínum eigin augum
Birkir Már Sævarsson á magnaðri mynd. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson trúa varla sínum eigin augum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörðurinn reyndi, getur ekki beðið eftir að spila á HM í Rússlandi á næsta ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

Ísland spilar á HM í fyrsta sinn í sögunni á næsta ári eftir að liðið vann 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld.

Birkir var frábær í hægri bakverðinum og stóð sína vakt vel.

„Þetta er nú töluvert stærra myndi ég segja. Maður er náttúrlega alltaf búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum að vera einhvern tímann með síðan var maður lítill," sagði Birkir Már.

„Við erum búnir að taka ansi mikið út þarna inni og úti á velli. Lognið á undan storminum kannski. Ég býst við helling af fólki og góðri stemningu, svipað og síðast."

„Við vorum með reynsluna frá því fyrir tveimur árum síðan þegar við spiluðum við Kasakstan. Við fórum varlega, vorum passífir og hræddir við að tapa. Við þurftum að komast á jörðina eftir Tyrklandsleikinn og spila bara okkar leik."

„Ég myndi segja að það væri mjög mikilvægt. Þessi fyrri hálfleikur var ekkert sérstaklega góður eða bara allt í lagi en það var mjög gott að fá markið."


Birkir Már hefur verið orðaður við Val en hann er að renna út á samning hjá sænska liðinu Hammarby.

„Ég veit jafn mikið og þið. Það er ekkert búið að koma uppi út eða heima. Það hefur ekkert tilboð komið neinstaðar frá en ég sest bara niður með umboðsmanninum og fer yfir málið."

„Helst myndi ég vilja vera erlendis að spila fram að HM en ef það dúkkar ekkert upp þá verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfir höfuð. Það er betra að spila eitthvað en að spila ekkert,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner