Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2016 16:46
Magnús Már Einarsson
Fékk 190 milljónir króna fyrir að vera ekki í rauðum skóm
Van der Vaart í leik með Betis.  Ekki í rauðum skóm.
Van der Vaart í leik með Betis. Ekki í rauðum skóm.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Rafael van der Vaart var með ótrúlega klásúlu í samningi sínum hjá Real Betis á Spáni en þetta kom fram í skjölum sem var lekið í vikunni.

Hinn 33 ára gamli van der Vaart spilar í dag með FC Midtjylland í Danmörku en hann gekk í raðir Real Betis sumarið 2015. Van der Vaart spilaði fáa leiki með Betis og gerði lítið innan vallar.

Í samningi hans hjá Betis var hins vegar klásúla sem gaf honum vel í aðra hönd fyrir utan vikuleg laun.

Klásúlan var sú að hann mætti ekki spila í rauðum skóm þar sem það minnir á liti nágrannaliðsins Sevilla. Van der Vaart fór fékk 114 þúsund evrur á mánuði fyrir að virða þessa klásúlu.

Samtals fékk van der Vaart 14 mánuði útborgaða hjá Real Betis áður en hann fór til Danmerkur í ágúst á þessu ári. Það þýðir að hann fékk 1,6 milljón evra (190 milljónir króna) fyrir það eitt að vera ekki í rauðum skóm!
Athugasemdir
banner