Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. febrúar 2016 13:20
Elvar Geir Magnússon
Forsætisráðherra Breta skoðar miðaverð
David Cameron syngur á landsleik.
David Cameron syngur á landsleik.
Mynd: Getty Images
Gríðarlega hátt miðaverð á kappleiki á Bretlandseyjum hefur mikið verið í umræðunni. Mótmæli hafa átt sér stað hjá nokkrum félögum og fleiri mótmæli eru fyrirhuguð.

Þessi umræða hefur komist alla leið upp á toppinn og segir David Cameron, forsætisráðherra Brtlands, að um alvarlegt mál sé að ræða.

„Við höfum fengið ábendingar og munum skoða þessi mál. Það er vandamál þegar sum félög hækka miðaverðið umtalsvert á hverju ári," segir Cameron.

„Þetta gerist þrátt fyrir að háar fjárhæðir komi til félagana í gegnum auglýsingasamninga, sölu á varningi og fleiru."

Malcolm Clarke, stjórnarformaður samtaka fótboltastuðningsmanna, segir að með hækkandi miðaverði sé verið að fæla hina sönnu stuðningsmenn frá völlunum. Vellirnir fyllist af ferðafólki.

Verið er að ræða frekari mótmælaaðgerðir en svo gæti verið að margir stuðningsmenn yfirgefi vellina í miðjum leikjum næstu helgar til að sýna afstöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner