Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. ágúst 2013 10:45
Atli Þór Sigurðsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fróðleikur um vítaspyrnur
Atli Þór Sigurðsson
Atli Þór Sigurðsson
Nichlas Rohde var eini Blikinn sem skoraði í vítakeppninni.
Nichlas Rohde var eini Blikinn sem skoraði í vítakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net
Á síðastliðnum vikum fylgdist ég með gangi mála hjá Breiðabliki í Evrópukeppninni. Fyrstu tvær umferðirnar mætti ég á Kópavogsvöll ásamt ekki svo mörgum Blikum (þó sérstaklega í fyrstu umferð) og horfði á skipulagða grænliða koma sér í góða stöðu í Evrópukeppninni og í framhaldi af því komust þeir í 3. umferð.

Þar duttu þeir út eftir vítaspyrnukeppni þar sem fyrstu þrír leikmennirnir klúðruðu sinni spyrnu. Spyrnurnar voru hver annarri slakari og markmaður Aktobe gerði sér lítið fyrir og varði þær að því virtist fyrirhafnarlaust. Eftir að hafa séð þessa vítaspyrnukeppni ákvað ég að grafa upp smá fróðleik sem ég kynnti mér einu sinni.

Að útkljá knattspyrnuleiki með vítaspyrnum er góð skemmtun. Það er ekki jafn sanngjörn leið og farin var á EM kvenna þar sem peningi var kastað :) En skemmtileg er hún. Margar rannsóknir hafa verið gerðar og ætla ég að segja frá því merkilegasta.

Sanngjarnari vítaspyrnukeppni
Rannsóknir hafa sýnt fram á að það lið sem skorar fyrst er líklegra til þess að vinna. Líkurnar eru 60% þeim í hag. Ignacio Palacios-Huerta, prófessor við LSE (London Economics and Political Science) vill gera vítaspyrnukeppnir sanngjarnari að þessu leyti og hafa röðina ABBAABBAAB í staðinn fyrir ABABABABAB. Þetta myndi jafna draga úr krafti hlutkestis.

Andlegi þátturinn
Rannsóknir benda til þess að andlegi þátturinn sé stærri en tæknilegi þátturinn. Sem dæmi um það má nefna að fyrsta liðið sem skorar er talið 20% líklegra til þess að vinna en hitt liðið og er það líklega vegna þess að erfitt er að elta og meiri pressa myndast.

Markmaður Aktobe var með skemmtilega andlega hlið í sinni aðför að markvörslunum. Hann gekk töluvert lengri leið en þurfti, sparkaði í báðar stangir og með þessu er hann að gera skotmanninum erfiðara fyrir því fótboltamenn vita að ef þeir hafa of mikinn tíma verður ákvörðunartakan oft erfiðari.

Hvert skal skjóta?
Einsog sjá má á „grænu“-myndinni til hliðar eru mestu líkur á því að skora niðri í vinstra horni (fyrir hægri fót). Gallinn á því er sá það er einnig sá staður sem oftast er varið á. Ef næg tæknileg geta er til staðar þá er nóg að skjóta þéttingsfast, uppi í hornið og það verður ekki varið.

Víti í venjulegum leiktíma er aðeins frábrugðið frá „vítaspyrnukeppnivítum“. Niðurstöður úr rannsókn einni sögðu að sóknarmaður er líklegastur til þess að skora ef hann tekur upp boltann, horfir aldrei á markmanninn og skýtur jafn fast og hann getur á markið.
Aftur á móti las ég aðra rannsókn sem sagði að markmaður á alltaf að standa, bíða og elta. Það er af því að ef spyrnan er laus eða beint á markið þá getur hann varið. Hann er ekki blekktur í vitlaust horn einsog kjáni og ef spyrnan er föst og örugg þá ver markmaðurinn hvort sem er ekki.

Sitt sýnist hverjum í þessu og allir hafa sínar aðferðir. Balotelli hefur til dæmis aldrei klúðrað vítaspyrnu 24 spyrnur með 4 liðum (Staðfest) og hann horfir á markmanninn. En MUNDU, þeir bestu klúðra líka samanber David Beckham. Tengill


Hér má nálgast pistil sem David James skrifaði árið 2008 en hann er með hlutfallið 21,21%, þ.e.a.s. c.a. ein spyrna í hverri vítaspyrnukeppni.

Hér má síðan lesa meira um efnið:
http://www.penaltyshootouts.co.uk/research.html
http://www.prozonesports.com/news-article-analysis-penalty-shootouts---a-lottery-or-a-scienceij.html
http://blogs.lse.ac.uk/africaatlse/2011/08/12/lse-research-penalty-shootouts-in-football-can-be-made-fairer/
Athugasemdir
banner
banner