Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 11. febrúar 2016 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Veðjaði 5 pundum á að Leicester myndi vinna
Mynd: Twitter
Leigh Herbert, stuðningsmaður Leicester City, veðjaði 5 pundum á upphafi tímabils að sínir menn í Leicester myndu vinna ensku úrvalsdeildina.

Stuðullinn var 5000 á móti einum, þannig að Herbert á góða möguleika á því að græða 25 þúsund pund, sem samsvarar tæplega 5 milljónum króna.

„Ég veðjaði á þetta sama dag og Ranieri var kynntur sem nýr stjóri. Ég husgaði með mér að þetta væri góður stjóri og eftir nokkra drykki ákvað ég að slá til og veðja 5 pundum á þetta," sagði Herbert við Squawka.

„Ég bjóst við því að Leicester gæti kannski náð fínu sæti um miðja deild en ég bjóst í raun aldrei við því að þeir gætu unnið titilinn.

„Svo eru menn eins og Mahrez og Vardy búnir að vera ótrúlegir á tímabilinu. Mahrez er búinn að vera besti leikmaður tímabilsins í ensku deildinni að mínu mati, svo er Vardy markahæstur, Ranieri besti stjórinn og eina sem vantar er úrvalsdeildartitill."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner