Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. apríl 2018 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndbönd: Vítaspyrnudómurinn, rauða spjaldið og markið
Mynd: Getty Images
Lokamínúturnar í leik Real Madrid og Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld voru hreint út sagt magnaðar.

Fyrri leikur liðanna á Ítalíu endaði 3-0 fyrir Real en Juventus kom öllum í opna skjöldu í kvöld og komst í 3-0. Þannig var staðan þegar uppbótartíminn hófst en í uppbótartímanum dæmdi enski dómarinn Michael Oliver vítaspyrnu fyrir Real.

Mehdi Benatia, varnarmaður Juventus, var á bakinu á varamanninum Lucas Vazquez sem féll til jarðar.

Oliver var fljótur að benda á punktinn en Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, missti stjórn á skapi sínu og fékk beint rautt spjald. Þetta var líklega síðasti leikur Buffon í Meistaradeildinni.

Cristiano Ronaldo skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og tryggði Real áfram í undanúrslitin.

Smelltu hér til að sjá vítaspyrnudóminn og rauða spjaldið.

Smelltu hér til að sjá Ronaldo skora úr vítaspyrnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner