Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 11. október 2015 12:06
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: KSÍ 
Hannes ekki með til Tyrklands - Róbert kemur inn
Icelandair
Meiddur
Meiddur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í dag og fer ekki með liðinu til Tyrklands.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað og fer með strákunum okkar til Tyrklands síðar í dag.

Hannes Þór hefur leikið alla leiki Íslands í undankeppninni en líklegt er að annað hvort Ögmundur Kristinsson eða Gunnleifur Gunnleifsson muni standa í markinu gegn Tyrkjum.

Róbert Örn hefur ekki leikið landsleik en þessi 27 ára gamli FH-ingur á þrjá landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Ísland leikur gegn Tyrkjum ytra á þriðjudag en Tyrkir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner