Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. september 2017 23:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Saha: Mbappe betri en Henry á þessum aldri
Mynd: Getty Images
Fyrrum franski landsliðsmaðurinn, Louis Saha, segir að Kylian Mbappe, verðandi næst dýrasti fótboltamaður heims og leikmaður PSG, sé betri heldur en Thierry Henry þegar hann var á sama aldri.

Hinn 18 ára, Mbappe, var fenginn til PSG á láni í sumar með klásúlu upp á að hann verði keyptur fyrir 166 milljónir punda næsta sumar.

Hann skaust snögglega upp á stjörnuhimininn á síðasta tímabili eftir að sýna frábærar frammistöður með Mónakó, bæði í deildinni heima fyrir og svo í Meistaradeildinni.

„Fyrir 18 ára strák, þá er hann ótrúlegur. Hvernig hann hreyfir sig og hvernig hann skilur kosti sína og stjórnar þeim, ég er dolfallinn," sagði Saha í samtali við Daily Mail.

„Það eru allir að tala um hann, hann er það góður. Að vera svona snöggur og að kunna að nota það, það er mjög erfitt, trúið mér. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur, hann er bara 18 ára. Á þessum aldri, þá held ég að Thierry Henry hafi ekki einu sinni verið á þessum stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner