Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. desember 2017 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Höfum fjall að klífa
Mynd: Getty Images
„Við erum búnir að fara í gegnum tilfinningaskalann," sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Palace-liðið var 1-0 undir á 89. mínútu en skoraði tvö mörk seint og vann leikinn 2-1.

„Við höfum verið að standa okkur vel seint í leikjum, ég verð að hrósa leikmönnunum."

Crystal Palace komst upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið hefur verið í fallsæti frá byrjun.

„Þetta eru risa stór þrjú stig. Við höfum fjall að klífa. Það er stórkostlegt að vinna en við erum enn mjög nálægt botninum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner