Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 13. janúar 2018 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael Anderson: Svekktur með eigin frammistöðu
,,Hjarta mitt er íslenskt"
Icelandair
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
„Þetta var mjög sérstakur leikur. Ég var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti, minn fyrsti landsleikur. Ég var svekktur með eigin frammistöðu, ég gat gert aðeins meira en svona er fyrsti leikurinn stundum; menn eru aðeins stressaðir og vilja stundum sýna of mikið," sagði hinn efnilegi Mikael Anderson um sinn fyrsta A-landsleik fyrir hönd Íslands.

Mikael var í byrjunarliðinu þegar Ísland burstaði Indónesíu 6-0 í vináttulandsleik á fimmtudag

„Við unnum 6-0 og það er það mikilvægasta í svona leikjum. VIð spiluðum ekki það vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik kláruðum við þá og gerðum það vel."

Aðstæðurnar í leiknum á fimmtudag voru mjög erfiðar. Það voru pollar út um allan völl sem gerðu leikmönnum erfitt fyrir og gera þurfti hlé á leiknum þegar þrumur og eldingar voru í grendinni við leikstað. Leikurinn var þó kláraður.

„Þegar við komum út í seinni hálfleik var ekki hægt að spila fótbolta lengur," sagði Mikael.

Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikaels er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann ákvað á síðasta ári að spila frekar með íslenska U21 landsliðinu heldur en því danska. Hann segir það gríðarlega mikinn heiður að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.

„Þetta er mikill heiður. Þetta er mjög stórt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég er stoltur af þessu."

Sjá einnig:
Hver er Mikael Anderson sem byrjar hjá Íslandi?

„Ég er búinn að búa í Danmörku frá níu ára aldri. Ég er búinn að spila með unglingalandsliðum Danmerkur en hjarta mitt sagði mér að fara heim til Íslands. Hjarta mitt er íslenskt."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner