Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. júlí 2016 12:15
Magnús Már Einarsson
Áhugi á Ragga um alla Evrópu - Veltur á verðmiða Krasnodar
Ragnar átti magnað Evrópumót.
Ragnar átti magnað Evrópumót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er áhugi um alla Evrópu. Til dæmis á Englandi, Þýskalandi og Ítalíu," sagði Martin Dhalin, umboðsmaður Ragnars Sigurðssonar, við Fótbolta.net í dag.

Ragnar sló í gegn á EM í Frakklandi og mörg félög hafa sýnt honum áhuga að undanförnu.

Ragnar er þrítugur en hann hefur spilað með Krasnodar í Rússlandi síðan árið 2014.

Ragnar hefur meðal annars verið orðaður við Leicester, Liverpool og Tottenham á Englandi.

„Hann spilaði mjög vel á EM. Það er mikill áhugi á honum en hann á líka tvö ár eftir af samningi sínum við Krasnodar. Þeir vilja auðvitað fá góðan pening fyrir hann," sagði Martin.

Aðspurður hvort eitthvað muni gerast í málum Ragnars á næstu dögum sagði Martin: „Það er ómögulegt að segja. Þetta veltur allt á því hversu mikið félög eru tilbúin að borga og fyrir hvaða upphæð Krasnodar er tilbúið að láta hann fara."
Athugasemdir
banner