Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. september 2014 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Nokkuð ljóst að Ísland setur met á Heimslista FIFA
Icelandair
Ísland er á hraðferð upp Heimslista FIFA.
Ísland er á hraðferð upp Heimslista FIFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson eru að gera kraftaverk með íslenska landsliðið.
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson eru að gera kraftaverk með íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þykir nokkuð ljóst að Ísland er að fara að setja met á Heimslista FIFA sem verður tilkynntur á fimmtudaginn.

Eins og við sögðum frá á föstudaginn benti allt til að Ísland endi í 33. - 35. sæti listans og það virðist vera að gerast. Fyrra met var 37. sætið.

Vefurinn Footballrankings.info hefur nú gert sína útreikninga og segir að Ísland verði í 34. sæti listans á fimmtudaginn. Stökk Íslands verður nokkuð stórt því liðið var í 46. sæti þegar Heimslistinn var síðast kynntur fyrir ágúst mánuð

Það eina sem gæti breytt málinu er að fjórar þjóðir á listanum eiga eftir að spila leiki áður en nýr listi kemur út. Því gæti þetta eitthvað breyst en sama hvað, þá fer Ísland ekki neðar en í 35. sætið.

Fyrra met er orðið 20 ára gamalt eða frá september mánuði árið 1994 þegar Ísland komst í 37. sætið. Ásgeir Elíason heitinn stýrði Íslandi á þeim tíma og þegar listinn kom út hafði Ísland unnið þrjá vináttulandsleiki heima í röð, gegn Bólivíu, Eistlandi og Furstadæmunum.

Ísland vann Tyrkland 3-0 í vikunni sem er að líða en næsti leikur er gegn Lettlandi ytra 10. október næstkomandi. Báðir eru leikirnir í undankeppni EM 2016 sem fer fram í Frakklandi.

Sjá einnig:
Er Ísland að slá met á heimslista FIFA?
Athugasemdir
banner
banner