Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. apríl 2014 09:05
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Ross Barkley til Liverpool?
Powerade
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Klopp er í slúðurpakka dagsins.
Klopp er í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Hér er helsta slúðrið úr enska boltanum í dag en margar áhugaverðar sögur eru í pakka dagsins.



Liverpool er að undirbúa 38 milljóna punda tilboð í Ross Barkley miðjumann Everton en fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga. (Daily Star)

Chelsea ætlar að berjast við Arsenal um varnarmanninn unga John Stones hjá Everton. (Daily Mail)

Arsenal hefur spurst fyrir um Casemiro miðjumann Real Madrid en félagið hefur einnig áhuga á Alvaro Morata framherja spænska félagsins. (Daily Mirror)

Matthias Sammer, yfirmaður íþróttamála hjá FC Bayern, hefur sagt Arsenal að félagið geti gleymt því að fá Mario Mandzukic í sumar. (Metro)

Mohamed Diame, miðjumaður West Ham, segist vera á óskalista Liverpool. (The Sun)

Rio Ferdinand verður samningslaus í sumar en hann segist vilja leika áfram með Manchester United. (Daily star)

Southampton, Everton og Sevilla munu berjast um Sergio Garcia framherja Espanyol í sumar. (Talksport)

Jurgen Klopp er efstur á óskalista Manchester United ef félagið ákveður að skipta um knattspyrnustjóra. (Daily Mirror)

Klopp er líka efstur á óskalista Tottenham til að taka við af Tim Sherwood. (The Sun)

Danny Welbeck, Tom Cleverley og Ashley Young hafa verið sektaðir fyrir að hafa farið á djammið eftir leikinn gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í síðustu viku. (Daily Mail)

Jon Flanagan segir að leikmenn Liverpool vilji landa enska meistaratitlinum fyrir fyrirliðann Steven Gerrard. (Daily Express)

Chelsea er tilbúið að bjóða 13 milljónir punda í Hakan Calhanoglu miðjumann Hamburg en Atletico Madrid hefur einnig áhuga. (As.com)

PSG, Manchester United og Barcelona hafa áhuga á Marco Reus miðjumanni Borussia Dortmund. (Bild)

Manchester United hefur haft samband við Louis van Gaal um að taka við liðinu af David Moyes í sumar. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner