Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. september 2014 14:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Maggi Gylfa: Forráðamenn Víkings með dónaskap
Magnús Gylfason, þjálfari Vals.
Magnús Gylfason, þjálfari Vals.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
„Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í samtali við Vísi.is.

Mönnum var heitt í hamsi kringum leik Víkings og Vals í Pepsi-deildinni í gær eftir að Aron Elís Þrándarson, lykilmaður Víkinga, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir að þrír leikmenn Vals voru komnir með gul spjöld fyrir að brjóta á honum.

„Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona."

Magnús var sakaður um að hafa lagt upp með að láta sparka Aron Elís úr leiknum en hann neitar því alfarið.

„Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum," segir Magnús.

Hallur Hallsson, stuðningsmaður Víkings, lét Magnús einnig heyra það í gær eins og má lesa um í fréttinni sem birt er á Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner