Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. október 2017 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia skoraði sex gegn Real Betis
Bakambu tryggði Villarreal dýrmæt stig.
Bakambu tryggði Villarreal dýrmæt stig.
Mynd: Getty Images
Það voru fjórtán mörk skoruð í fjórum leikjum dagsins í spænska boltanum.

Eibar gerði markalaust jafntefli við Deportivo La Coruna áður en Cedric Bakambu gerði bæði mörk Villarreal í sigri gegn Girona.

Leganes lagði Malaga að velli og Valencia sigraði Real Betis í níu marka leik.

Valencia var fjórum mörkum yfir á 77. mínútu þegar Joel Campbell, leikmaður Arsenal á láni hjá Betis, kom inná í liði heimamanna.

Campbell skoraði tveimur mínútum eftir innkomuna og lagði upp mínútu síðar og breyttist staðan úr 4-0 í 4-3 á rétt rúmlega fimm mínútna kafla.

Gestirnir frá Valencia bættu tveimur mörkum við á lokamínútunum og gulltryggðu sér þannig sigurinn.

Eibar 0 - 0 Deportivo La Coruna

Girona 1 - 2 Villarreal

0-1 C. Bakambu ('9)
0-2 C. Bakambu ('20)
1-2 C. Stuani ('40)

Malaga 0 - 2 Leganes
0-1 Gabriel ('56)
0-2 A. Szymanowski ('78)

Real Betis 3 - 6 Valencia
0-1 G. Kondogbia ('35)
0-2 G. Guedes ('45)
0-3 Rodrigo ('64)
0-4 S. Mina ('74)
1-4 J. Campbell ('79)
2-4 A. Sanabria ('80)
3-4 C. Tello ('84)
3-5 S. Zaza ('88)
3-6 A. Pereira ('94)
Athugasemdir
banner