Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. júlí 2017 14:38
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ótrúlegt gengi yngri landsliða Englands í sumar
Heimsmeistaralið Englands í Suður-Kóreu í sumar
Heimsmeistaralið Englands í Suður-Kóreu í sumar
Mynd: GettyImages
Þann 27. júní árið 2016 náði landsliðsfótbolti Englands ákveðinni lægð þegar A-landslið þjóðarinnar féll út úr Evrópumeistaramótinu í 16-liða úrslitum, gegn litla Íslandi.

En þrátt fyrir þessa lægð er bjartsýni ríkjandi yfir framtíð enska landsliðsins, og er það skiljanlegt miðað við árangur yngri landsliða Englands í sumar.

U17 ára lið Englands komst auðveldlega upp úr riðlinum sínum á Evrópumótinu U17 ára liða í sumar og sigraði Íra og Tyrki í 8-liða og undanúrslitum mótsins. Liðið tapaði hins vegar í úrslitaleik mótsins gegn Spánverjum eftir vítaspyrnukeppni.

Nýjustu stjörnur Englands er U19 ára landslið þjóðarinnar. Líkt og U17 ára liðið fóru þeir auðveldlega í gegnum riðilinn sinn á Evrópumóti U19 ára liða. Þá unnu þeir Tékka í undanúrslitum og Portúgala í sjálfum úrslitaleiknum og U19 ára liðið því Evrópumeistari.

U21 árs lið Englands komst í undanúrslit Evrópumótsins í sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn. Undanúrslitaleikurinn gegn Þýskalandi tapaðist hins vegar eftir vítaspyrnuskeppni.

Bjartsýni Englendinga reis hvað hæst þann 11. júní síðastliðinn. Þá sigraði U20 ára lið Englands jafnaldra sína frá Venezúela í úrslitaleik Heimsmeistaramóts U20 ára liða sem haldið var í Suður-Kóreu. Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Englendinga í fótbolta í 51 ár, eða síðan A-landslið Englands varð heimsmeistari á heimavelli árið 1966.
Athugasemdir
banner
banner