Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. júlí 2017 16:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tottenham á eftir ungum Argentínumanni
Juan Foyth í leik með Argentínu á HM U20 ára liða
Juan Foyth í leik með Argentínu á HM U20 ára liða
Mynd: Getty Images
Líklega verður Argentínumaðurinn ungi Juan Foyth fyrstu kaup Tottenham í sumar en hann leikur sem varnarmaður hjá Estudiantes í heimalandinu.

Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á eftir að kaupa leikmann í sumar en félagið seldi Kyle Walker til Manchester City á metfé fyrir varnarmann.

Foyth hefur staðfest það við argentískt blað að félögin, Estudiantes og Tottenham eru í samningarviðræðum um leikmanninn.

„Ég veit að það eru samningaviðræður við Tottenham en ég reyndi að einbeita mér að leiknum," sagði Foyth eftir leik í Meistaradeild Suður-Ameríku, en hann átti frábæran leik í 1-0 sigri.

Tottenham hefur einnig áhuga á Ross Barkley en félagið hefur verið orðað við hann í allt sumar.
Athugasemdir
banner