Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. nóvember 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Osvaldo hætti í fótbolta til að drekka bjór
Hafnaði Sevilla til að spila á tónlistarhátíð
Mynd: Getty Images
Dani Osvaldo, fyrrverandi sóknarmaður Southampton og ítalska landsliðsins, lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rúmu ári síðan.

Osvaldo lék meðal annars fyrir Roma, Juventus og Inter á ferlinum en stoppaði stutt á hverjum stað vegna hegðunarvandamála, þar sem hann lenti oft uppá kanti við andstæðinga sína, þjálfara og samherja.

Osvaldo stofnaði hljómsveit eftir að hann hætti knattspyrnuiðkun og segist vera að njóta lífsins í dag.

„Ég gat þetta ekki lengur, ég var með tilboð frá félögum í Meistaradeildinni og Kína en ég var byrjaður að hata þessa íþrótt sem ég hafði elskað frá því að ég var barn," sagði Osvaldo við La Gazzetta dello Sport.

„Knattspyrna á skilið virðingu og mér finnst betra að borða grillkjöt og drekka bjór heldur en að selja þjónustu mína fyrir peninga.

„Í fyrra hringdi Jorge Sampaoli í mig og vildi fá mig til Sevilla. Hann sagði mér að ég mætti gera hvað sem ég vildi innan og utan vallar ef ég myndi ganga til liðs við félagið, hann virkilega vantaði góðan sóknarmann.

„Ég hafnaði boðinu því ég var að fara að spila á Cosquin Rock tónlistarhátíðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner