Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. desember 2017 09:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bjössi Hreiðars heimsækir Elvar og Tómas í dag
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helstu fótboltamálin verða að sjálfsögðu til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson halda um stjórnartaumana að vanda.

Gestur þáttarins er Íslandsmeistarinn Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals.

Rætt verður um stemninguna á Hlíðarenda og einnig verður rætt um íslenska landsliðið og undirbúning þess fyrir HM í Rússlandi.

Böðvar Böðvarsson, bakvörður FH, er meðal leikmanna í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Indónesíu. Hann verður á línunni.

Þá verður fjallað um myndbandsdómgæslu sem er að ryðja sér til rúms í boltanum. Það stefnir í að tæknin verði notuð á HM í Rússlandi. Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, verður í viðtali.

Einnig verður að sjálfsögu farið yfir helgina í enska boltanum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner