Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. mars 2018 07:30
Ingólfur Stefánsson
Puel: Pressan er öll á Chelsea
Mynd: Getty Images
Claude Puel stjóri Leicester telur að pressan sé öll á Chelsea fyrir viðureign liðanna í 8 liða úrslitum enska bikarsins á morgun.

Enski bikarinn er eini bikarinn sem Englandsmeistarar Chelsea geta unnið í vetur en liðið datt út úr Meistaradeildinni gegn Barcelona í vikunni.

Chelsea sem tapaði fyrir Arsenal í úrslitaleik keppninnar á síðasta ári vann bikarinn síðast árið 2012 en liðið sigraði þá Leicester í 8 liða úrslitum.

„Það er pressa á Chelsea, þetta er síðasta tækifæri þeirra til að vinna bikar í vetur. Fyrir okkur er þetta samt ekki bara venjulegur leikur," sagði Puel

„Við getum valdið þeim vandræðum. Við þurfum að gefa okkar allt í þetta. Þetta er stór leikur fyrir aðdáendurna og félagið."

Aðspurður hvort þetta væri stærsti leikur Leicester á tímabilinu sagði Puel: „Ég vona ekki."
Athugasemdir
banner
banner