Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. apríl 2015 10:30
Elvar Geir Magnússon
Scholes telur að Giggs hafi hjálpað Young
Ashley Young hefur verið frábær á tímabilinu.
Ashley Young hefur verið frábær á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Þegar Paul Scholes talar þá hlustar fólk. Hann var í viðtali við London Evening Standard þar sem hann talaði um sitt fyrrum félag, Manchester United.

„Ég hef verið gagnrýninn á mitt fyrrum félag undir stjórn Louis van Gaal á þessu tímabili og verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki snúast svona við. Ég tel núna að liðið eigi góðan möguleika á að vinna Chelsea á laugardag," segir Scholes en United er á miklu skriði í ensku deildinni.

„Ein af örlagastundum tímabilsins að mínu mati var rauða spjaldið sem Angel Di Maria fékk gegn Arsenal. Þá fékk Van Gaal að byggja lið með breytt útlit. Menn eins og Juan Mata, Marouane Fellaini og Ashley Young sem virtust vera út úr myndinni í upphafi tímabils eru að hafa mikil áhrif."

„Ég tel að Ryan Giggs (aðstoðarstjóri United) hafi hjálpað Young mikið. Hann hefur að sjálfsögðu mikla trú á vængleikmönnum. Við viljum hafa vængmenn sem gefa liðinu breidd og hraða. Þegar Di Maria var frá fékk Young sjálfstraustið sitt aftur."

„Þetta eru bara getgátur og hugleiðingar en ég tel að slæmu úrslitin og lélegar frammistöður hafi gefið Ashley meira frjálsræði. Áður hefur hann verið fórnarlamb mikillar gagnrýni en hefur undanfarna mánuði fengið meira svigrúm til að einbeita sér að sinni spilamennsku á meðan aðrir hafa verið í brennidepli. Hann er aftur farinn að sýna sínar bestu hliðar og Rooney og Fellaini hafa hagnast á því."
Athugasemdir
banner
banner