Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mán 17. apríl 2017 17:14
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Óli Stefán: Ég skil ekki KSÍ að setja okkur í þessa stöðu
Óli Stefán er ekki sáttur með leikjaprógram KSÍ
Óli Stefán er ekki sáttur með leikjaprógram KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar töpuðu úrslitaleiknum í Lengjubikarnum gegn KR í dag og var Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur ekki ánægður með leikinn.

„Leikurinn var örugglega ekki sá skemmtilegasti enda þurftum við að halda bæði okkar skipulagi og aga. Svona framan af var ég nokkuð sáttur með það. En svo fór að slitna í sundur í lokin hjá okkur," sagði Óli Stefán.

Það vantaði nokkra lykilleikmenn í lið Grindavíkur í dag en það voru sex leikmenn meiddir.

„Við erum hreinlega í þeirri stöðu að við erum að spila okkar sjötta leik á átján dögum og þar af fjórir KSÍ leikir. Við spilum 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit á viku. Hópurinn minn er bara þannig að það eru sex leikmenn sem eru meiddir núna í dag og hann er ekki stór fyrir, þannig þetta snertir okkur gríðarlega."

Óli Stefán er ekki sáttur með leikjaprógram KSÍ.

„Satt að segja þá skil ég ekki KSÍ að setja okkur í þessa stöðu, einfaldlega vegna þess að þeir leggja leikmennina okkar í hættu en ég er ekki maður afsakana. Ég tek stöðuna eins og hún er og reyni frekar að horfa á það sem við fáum út úr þessu. Það sem að gerist er að leikmenn sem hafa verið að bíða eftir tækifæri, fá tækifæri á stórri stundu og standa sig vel. Ég skil ekki KSÍ að setja leikmenn í þessa stöðu tveimur vikum fyrir mót."

Óli Stefán býst við að styrkja hópinn fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni. „Við erum að vinna í því að reyna stækka hópinn aðeins. Við erum að skoða inn í varnarlínuna og kannski út í vængjunum."

Allt viðtalið við Óla Stefán má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner