Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. júlí 2017 16:15
Fótbolti.net
Lið 12. umferðar í Inkasso-deildinni: Sókndjörf uppstilling
Tómas Óli Garðarsson er í liðinu.
Tómas Óli Garðarsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hart barist í leik Þórs og Fylkis á laugardaginn.
Það var hart barist í leik Þórs og Fylkis á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var líf og fjör í tólftu umferðinni í Inkasso-deildinni sem var á dagskrá á laugardaginn. Grótta sigraði Leikni F. 3-0 í botnbárattuslag á Seltjarnarnesi. Pétur Steinn Þorsteinsson skoraði tvö mörk þar en hann er maður umferðarinnar. Andri Þór Magnússon var einnig öflugur í vörninni.

Þór og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli en þar voru heimamenn manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Ármann Pétur Ævarsson var rekinn af velli. Aron Birkir Stefánsson varði oft mjög vel í marki Þórs og Orri Sigurjónsson var öflugur á miðjunni en hann átti þátt í jöfnunarmarkinu undir lokin.

Leiknismenn skelltu sjóðheitu liði Keflvíkinga suður með sjó. Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmarkið og var maður leiksins en Ósvald Jarl Traustason lagði upp fyrra markið og átti góðan dag í bakverðinum.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson var bestur í liði Þróttar R. í markalausu jafntefli gegn Haukum og þeir Ásgeir Marteinsson og Brynjar Jónasson voru báðir á skotskónum í 3-2 útisigri HK á Fram.

Elvar Ingi Vignisson skoraði fyrsta mark Selfyssinga í 3-1 útisigri á ÍR. Þar var Óskar Jónsson miðjumaður Breiðhyltinga maður leiksins en hann skoraði með þrumuskoti í leiknum.

Sjá einnig:
Þeir bestu í umferðum 1-11 í Inkasso-deildinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner