Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 17. ágúst 2017 20:40
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Halldór Orri: Klárlega möguleiki að fara áfram
Halldór Orri skoraði eina mark Íslandsmeistaranna í kvöld
Halldór Orri skoraði eina mark Íslandsmeistaranna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Halldór Orri Björnsson, markaskorari FH í kvöld var svekktur með úrslit leiksins gegn Braga í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Braga vann leikinn 2-1.

„Þetta voru gríðarlega svekkjandi úrslit. Mér fannst við spila ágætlega og gefa þeim góðan leik. Það var virkilega svekkjandi að fá á sig tvö mörk í seinni hálfleiki," sagði Halldór.

Halldór var ánægður með fyrri hálfleik FH í kvöld en viðurkennir að Braga hafi verið sterkari í þeim síðari.

„Við byrjuðum fyrri hálfleikinn mjög vel fannst mér. Við komum grimmir eins og við töluðum um og svo var draumur að ná þessu marki. Það gaf okkur auka boost og þeir voru pirraðir fannst mér. En svo koma þeir frekar öflugir út í seinni hálfleikinn og voru að skapa hættuleg færi."

Eins og áður segir skoraði Halldór eina mark FH í leiknum í kvöld.

„Lenny (Steven Lennon) skipti honum frábærlega yfir frá hægri til vinstri. Boltinn datt vel fyrir mig og ég náði að checka inn og smellhitta hann. Það var mjög sætt að sjá hann liggja í markinu."

Bæði mörk Braga komu eftir mistök í varnarleik Íslandsmeistaranna.

„Þetta var virkilega svekkjandi að fá þessi mörk á sig því mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. En svona er fótboltinn og það eru 90 mínútur eftir í þessu og við förum afslappaðir út í seinni leikinn og gerum okkar besta. Það er klárlega möguleiki á að fara áfram."

FH seldi Kristján Flóka í gær til norska félagsins Start. Halldór segir það hafa komið eitthvað á óvart.

„Já í rauninni kom það okkur í opna skjöldu. Við heyrðum af þessu í gærkvöldi en þetta er frábært tækifæri fyrir Flóka og ég óska honum góðs gengis."
Athugasemdir
banner