Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   sun 17. september 2017 19:32
Magnús Þór Jónsson
Willum: Löglegt mark - skil ekki ákvörðun dómarans
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Willum þjálfari KR var ákveðinn í því að mark það sem liðið skoraði gegn KA í uppbótartíma en var svo flautað af hefði átt að standa.  

"Ég sé frábært skot frá Tobiasi og hreint sjónarhorn markmannsins sem bara nær honum ekki.  Ég skil ekki ákvörðun dómarans".

Leikurinn endaði því 0-0.  Dómarinn tók markið af eftir að liðin höfðu stillt sér upp til að taka miðju og allt var frekar óljóst.  Gat Willum eitthvað skýrt hvað gekk þarna á?

"Ég átta mig ekki á því hvað gerist, væntanlega er það þannig að aðstoðardómarinn kallar í dómarann".

Það var mikið af leikbrotum í leiknum, alls 9 gul spjöld og mikill tími fór í að kalla inn sjúkraþjálfara liðanna, nokkuð sem tempóið í leiknum leið fyrir.  Fannst Willum leikplan KA vera í þá átt?

"Jájá, þeir komu augljóslega til að liggja til baka og verja markið sitt.  Þetta er líkamlega sterkt lið og gáfu tóninn með því að sparka okkar sóknarmanni út úr leiknum, bara árás.

Það skipti okkur máli að missa Bjerregaard út, ég veit kannski ekki alveg hvort hann átti að fá beint rautt spjald fyrir það en þessi sami leikmaður sem braut liggur hér í vellinum í þrígang og það var ekkert tekið á því.  Í reglunum segir að þegar þú ert að reyna að fiska eitthvað þá má spjalda þig."


Þau stig sem KR tapaði í kvöld gera það að verkum að það þarf kraftaverk að henda í Vesturbænum til að Evrópukeppni verði á matseðlinum þar næsta sumar.

"Maður gefur kraftaverkin ekkert frá sér, við bara gírum okkur upp í næsta leiks".

Nánar er rætt við Willum í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner