Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Napoli vill hvíla lykilmenn gegn Man City
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, vill að liðið sitt hvíli lykilmenn í meistaradeildarleiknum gegn Manchester City í kvöld.

Napoli heimsækir Man City í stórleik, þar sem liðin tróna bæði á toppi sinna deilda.

„Mér finnst eins og nokkrir lykilmenn ættu að vera hvíldir gegn City því það er alveg jafn mikilvægur leikur gegn Inter handan við hornið," sagði De Laurentiis við Gazzetta dello Sport.

„Það er nánast ómögulegt að hafa betur á Etihad leikvanginum, en við munum bíða eftir þeim fyrir seinni leikinn hér í Napoli."

Napoli er á toppi ítölsku deildarinnar með fullt hús stiga en í öðru sæti í meistaradeildarriðlinum eftir tap á útivelli gegn Shakhtar Donetsk.

„Ítalska deildin og Meistaradeildin eru jafn mikilvægar keppnir, en stigin í Meistaradeildinni skipta minna máli því grunnmarkmiðið þar er einfaldlega að komast upp úr riðli.

„Gagnrýnisraddirnar eftir tapið gegn Shakhtar í Úkraínu fóru í taugarnar á mér. Það hljómaði eins og heimurinn væri að hrynja en við töpuðum bara 2-1, sem gæti verið mikilvægt fyrir markatöluna ef við endum jöfn á stigum í 2. sæti."


Eigandinn segist þó ekki vera stressaður því hann hafi svo frábæran þjálfara í Maurizio Sarri.

„Það er ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en maður hefur vegið stöðuna vel og metið hana. Ég er heppinn að vera með sniðugan þjálfara sem tekur yfirleitt hárréttar ákvarðanir."
Athugasemdir
banner
banner
banner