Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 13:39
Elvar Geir Magnússon
Hafsteinn Briem farinn frá ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hafsteinn Briem hefur yfirgefið ÍBV en þetta staðfesti hann á Instagram í dag.

„Mig langar að þakka Eyjamönnum fyrir minn tíma þar. Mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri á að spila fyrir jafn einstakt félag og ÍBV er. Framtíðin er björt í Eyjum," segir Hafsteinn.

Þessi 26 ára miðvörður hefur verið lykilmaður hjá ÍBV síðan hann gekk í raðir félagsins frá Fram fyrir tímabilið 2015.

Eyjamenn náðu á liðnu tímabili að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni og urðu auk þess bikarmeistarar eftir sigur á FH í úrslitaleik.

Ekki er vitað hvert Hafsteinn fer en hann var orðaður við Breiðablik í slúðurpakka Fótbolta.net í síðasta mánuði og þá hefur Stjarnan einnig verið nefnd.

Möguleiki er á því að fleiri leikmenn yfirgefi ÍBV en Pablo Punyed og Sindri Snær Magnússon eru báðir að renna út á samning og sögusagnir um að þeir séu á leið á fasta landið.

Hér að neðan má sjá Instagram færsluna frá Hafsteini:


Athugasemdir
banner
banner
banner