Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 12:40
Elvar Geir Magnússon
Ívar Örn kynntur hjá Valsmönnum í dag
Ívar Örn Jónsson.
Ívar Örn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í viðræðum við tvö félög, Víking og eitt annað," segir Ívar Örn Jónsson, leikmaður Víkings í Reykjavík.

Samningur Ívars við Víkinga er að renna út og ekki er víst hvort hann verði áfram í Fossvoginum en hann staðfestir að hitt félagið sem hann er að ræða við sé í Pepsi-deildinni.

„Staðan er flókin en ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér og vil klára þetta sem fyrst."

Ívar, sem er 23 ára, hefur verið í stóru hlutverki hjá Víkingum þar sem hann hefur að mestu leikið sem vinstri bakvörður. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2013 þegar hann kom frá HK.

Í síðasta mánuði var Ívar orðaður við Íslandsmeistara Vals í slúðurpakkanum hér á Fótbolta.net.

Uppfært 13:30 - Valsmenn hafa boðað til fréttamannafundar klukkan 17:00 og verður Ívar þar kynntur sem nýr leikmaður félagsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner