Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. desember 2014 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
ES Setif endaði í fimmta sæti HM félagsliða
Mynd: Getty Images
ES Setif 2 - 2 Sydney Wanderers (5-4 í vítaspyrnum)
0-1 Romeo Castelen ('5)
1-1 Daniel Mullen ('50, sjálfsmark)
2-1 Abdelmalek Ziaya ('57)
2-2 Vitor Saba ('89)

Alsísrska félagið ES Setif lagði Sydney Wanderers í úrslitaleik um 5. sæti HM félagsliða.

Ástralirnir í Sydney komust yfir snemma í leiknum en lentu undir í síðari hálfleik þegar Abdelmalek Ziaya kom Setif yfir.

Vitor Saba kom leiknum í framlengingu með marki sem hann skoraði á 89. mínútu. Framlengingin var markalaus þannig að viðureignina varð að útkljá með vítaspyrnukeppni.

Setif vann vítaspyrnukeppnina í bráðabana sem lauk í stöðunni 5-4, þegar hvort lið hafði tekið 8 vítaspyrnur.

5. sæti ES Setif
6. sæti Sydney Wanderers
7. sæti Moghreb Tétouan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner