Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. desember 2017 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Kaka leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Kaka sankaði að sér urmul verðlauna á ferlinum. Hann vann flest sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður og hlaut mörg einstaklingsverðlaun, svo sem Gullknöttinn árið 2007.
Kaka sankaði að sér urmul verðlauna á ferlinum. Hann vann flest sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður og hlaut mörg einstaklingsverðlaun, svo sem Gullknöttinn árið 2007.
Mynd: Getty Images
Brasilíski fótboltasnillingurinn Kaka er búinn að leggja skóna á hilluna, 35 ára gamall.

Kaka braust fram á sjónarsviðið 19 ára gamall með Sao Paulo í Brasilíu og var keyptur til AC Milan tveimur árum síðar.

Kaka gerði frábæra hluti hjá AC Milan og varð síðar dýrasti leikmaður í sögu Real Madrid. Hann hefur leikið fyrir Orlando City í bandarísku MLS deildinni undanfarin þrjú ár.

„Faðir, þetta var miklu meira en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér. Þakka þér fyrir! Ég er tilbúinn í næsta ferðalag. Í nafni Jesús. Amen," skrifaði Kaka á Twitter.

Kaka gerði 29 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu og lék sinn síðasta landsleik í fyrra.



Athugasemdir
banner
banner
banner